Svipdagsmál

II. Fjölsvinnsmál

1 Utan garða
hann sá upp um koma
þurs á þjóðar sjöt.
Fjölsviður kvað:
Úrgar brautir
árnaðu aftur héðan;
átt-at-tu hér, verndar vanur, veru!

2 Svipdagur kvað:
Hvað er það flagða,
er stendur fyr forgörðum,
og hvarflar um hættan loga?
Fjölsviður kvað:
Hvers þú leitar,
eða hvers þú á leitum ert,
eða hvað viltu, vinlaus, vita?

3 Svipdagur kvað:
Hvað er það flagða,
er stendur fyr forgarði
og býður-at líðöndum löð?
Fjölsviður kvað:
Sæmdar orða laus
hefur þú, seggur, of lifað,
og haltu heim héðan!

4 Fjölsviður eg heiti,
en eg á fróðan sefa
þeygi em eg míns mildur matar;
innan garða
þú kemur hér aldregi
og dríf þú nú, vargur, að vegi!

5 Svipdagur kvað:
Augna gamans
fýsir-a aftur fán,
hvars hann getur svást að sjá;
garðar glóa
mér þykja of gullna sali;
hér munda eg eðli una.

6 Fjölsviður kvað:
Segðu mér, hverjum
ertu, sveinn, of borinn,
eða hverra ertu manna mögur?
Svipdagur kvað:
Vindkaldur eg heiti,
Várkaldur hét minn faðir,
þess var Fjölkaldur faðir.

7 Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig fregna mun
og eg vilja vita:
hver hér ræður
og ríki hefur
eign og auðsölum?

8 Fjölsviður kvað:
Menglöð of heitir,
en hana móðir of gat
við Svafurþorins syni;
hún hér ræður
og ríki hefur
eign og auðsölum.

9 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig fregna mun
og eg vilja vita:
hvað sú grind heitir,
er með goðum sjá-at
menn ið meira forað?

10 Fjölsviður kvað:
Þrymgjöll hún heitir,
en hana þrír gjörðu
Sólblinda synir;
fjötur fastur
verður við faranda hvern,
er hana hefur frá hliði.

11 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig fregna mun
og eg vilja vita:
hvað sá garður heitir,
er með goðum sjá-at
menn ið meira forað?

12 Fjölsviður kvað:
Gastropnir heitir,
en ek hann görvan hefk
úr Leirbrimis limum;
svo hefig studdan,
að hann standa mun
æ meðan öld lifir.

13 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig fregna mun
og eg vilja vita:
hvað þeir garmar heita,
er gífrir rata
og varða fyr lundi lim?

14 Fjölsviður kvað:
Gífur heitir annar,
en Geri annar,
ef þú vilt það vita;
varða ellilyf
æ þeir varða,
unz rjúfast regin.

15 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig fregna mun
og eg vilja vita:
hvort sé manna nökkuð,
það er megi inn koma,
meðan sókndjarfir sofa.

16 Fjölsviður kvað:
Missvefni mikið
var þeim mjög of lagið,
síðan þeim var varsla vituð;
annar um nætur sefur,
en annar um daga,
og kemst þá vætur, ef þá kom.

17 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig fregna mun
og eg vilja vita:
hvort sé matar nokkuð,
það er menn hafi,
og hlaupi inn, meðan þeir eta?

18 Fjölsviður kvað:
Vængbráðir tvær
liggja í Víðófnis liðum,
ef þú vilt það vita;
það eitt er svo matar,
að þeim menn of gefi,
og hlaupa inn, meðan þeir eta.

19 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig fregna mun
og eg vilja vita:
hvað það barr heitir,
er breiðast um
lönd öll limar?

20 Fjölsviður kvað:
Mímameiður hann heitir,
en það fáir vita,
af hverjum rótum rennur;
við það hann fellur,
er fæstan varir;
fellir-at hann eldur né járn.

21 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig spyrja mun
og eg vilja vita:
hvað af móði verður
þess ins mæra viðar,
er hann fellir ei eldur né járn?

22 Fjölsviður kvað:
Út af hans aldni
skal á eld bera
fyr kelisjúkar konur;
utar hverfa
þess þær innar skýli;
sá er hann með mönnum mjötuður.

23 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig spyrja mun
og eg vilja vita:
hvað sá hani heitir
er situr í inum háva viði,
allur hann við gull glóir?

24 Fjölsviður kvað:
Víðófnir hann heitir,
en hann stendur Veðurglasi á,
meiðs kvistum Míma;
einum ekka
þryngur hann örófsaman
Surtur Sinmöru.

25 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig spyrja mun
og eg vilja vita:
hvort sé vopna nokkuð,
það er knegi Víðófnir fyr
hníga á Heljar sjöt?

26 Fjölsviður kvað:
Hævateinn hann heitir,
en hann gerði Loftur rúinn
fyr nágrindur neðan;
í segjárnskeri
liggur hann hjá Sinmöru,
og halda njarðlásar níu.

27 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig spyrja mun
og eg vilja vita:
hvort aftur kemur,
sá er eftir fer
og vill þann tein taka?

28 Fjölsviður kvað:
Aftur mun koma,
sá er eftir fer
og vill þann tein taka,
ef það færir
sem fáir eigu
Eiri Aurglasis.

29 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig spyrja mun
og eg vilja vita:
hvort sé mæta nokkuð,
það er menn hafi
og verður því in fölva gýgur fegin?

30 Fjölsviður kvað:
Ljósan ljá
skaltu í lúður bera,
þann er liggur í Víðófnis völum,
Sinmöru að selja,
áður hún söm teljist
vopn til vígs að ljá.

31 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig spyrja mun
og eg vilja vita:
hvað sá salur heitir,
er slunginn er
vísum vafurloga?

32 Fjölsviður kvað:
Hýr hann heitir,
en hann lengi mun
á brodds oddi bifast;
auðranns þess
munu um aldur hafa
frétt eina firar.

33 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig fregna mun
og eg vilja vita:
hver það gjörði,
er eg fyr garð sák
innan ásmaga?

34 Fjölsviður kvað:
Uni og Íri,
Barri og Óri,
Var og Vegdrasill,
Dóri og Úri;
Dellingur að varðar
liðskjálfar loki.

35 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig fregna mun
og eg vilja vita:
hvað það bjarg heitir,
er eg sé brúði á
þjóðmæra þruma?

36 Fjölsviður kvað:
Lyfjaberg það heitir,
en það hefur lengi verið
sjúkum og sárum gaman;
heil verður hver,
þótt hafi árs sótt,
ef það klífur, kona.

37 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig fregna mun
og eg vilja vita:
hvað þær meyjar heita,
er fyr Menglaðar knjám
sitja sáttar saman?

38 Fjölsviður kvað:
Hlíf heitir,
önnur Hlífþrasa,
þriðja Þjóðvarta,
Björt og Blíð,
Blíður, Fríð,
Eir, Aurboða.

39 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig fregna mun
og eg vilja vita:
hvort þær bjarga
þeim er blóta þær,
er gerast þarfar þess?

40 Fjölsviður kvað:
[Bjarga] sumar,
hvar er menn blóta þær
á stallhelgum stað;
ei svo hátt forað
kemur að hölda sonum,
hvern þær úr nauðum nema.

41 Svipdagur kvað:
Segðu mér það, Fjölsviður,
er eg þig fregna mun
og eg vilja vita:
hvort sé manna nokkuð,
er knegi á Menglaðar
svásum armi sofa?

42 Fjölsviður kvað:
Vætur er það manna,
er knegi á Menglaðar
svásum armi sofa,
nema Svipdagur einn;
honum var sú hin sólbjarta
brúður að kvon of kveðin.

43 Svipdagur kvað:
Hrittu á hurðir,
láttu hlið rúm,
hér máttu Svipdag sjá;
en þó vita far,
ef vilja muni
Menglöð mitt gaman.

44 Fjölsviður kvað:
Heyrðu, Menglöð:
hér er maður kominn,
gakk þú á gest sjá.
Hundar fagna,
hús hefur upp lokist,
hygg eg, að Svipdagur sé.

45 Menglöð kvað:
Horskir hrafnar
skulu þér á hám gálga
slíta sjónir úr,
ef þú það lýgur,
að hér sé langt kominn
mögur til minna sala.

46 Hvaðan þú fórt,
hvaðan þú för gerðir,
hve þig hétu hjú?
Að ætt of nafni
skal eg jartegn vita,
ef eg var þér kvon of kveðin.

47 Svipdagur kvað:
Svipdagur eg heiti,
Sólbjartur hét minn faðir;
þaðan rákumk vindar kalda vegu.
Urðar orði
kveður engi maður,
þótt það sé við löst lagið.

48 Menglöð kvað:
Vel þú nú kominn!
Hefig minn vilja beðið,
fylgja skal kveðju koss;
forkunnar sýn
mun flestan glaða,
hvar er hefur við annan ást.

49 Lengi eg sat
ljúfu bergi á,
beið eg þín dægur og daga;
nú það varð,
er eg vætt hefi,
að þú ert aftur kominn,
mögur, til minna sala.

50 Þrár hafðar
er eg hefi til þíns gamans,
en þú til míns munar;
nú er það satt,
að við slíta skulum
ævi og aldur saman.

Текст с сайта Jörmungrund

По всем вопросам пишите в раздел форума Valhalla: Эпоха викингов