Sagan af Hlinik kóngssyni og Þóru karlsdóttur

Einu sinni var kóngur og drottning í ríki sínu, en karl ogkerling í garðshorni. Konungur átti þrjá syni, Hlinik, Ásmundog Sigurð. Hlinik var þeirra bræðra elstur. Þegar þeir tókuað þroskast voru þeir oft í leikum á hinum blómvöxnu grundumog í hinum indælu skemmtigörðum er voru ei alllangt frá höllkonungsins föður þeirra.

Karl og kerling áttu eina dóttir barna; er hún nefnd Þóra.Var hún snemmendis væn og skörungleg stúlka þó hún væri afkotunga kyni. Þar eð ekkert ungmenni var í hreysinu nema húnein þótti henni þar heldur dauflegt og hylltist þess vegnatil að vera þar á gangi nálægt er konungssynir voru í leikumog gaf sig stundum í flokk þeirra, en gætti þess þó ætíð aðvera mjög kurteis og hæverskleg; líka sýndi hún miklageðprýði þar aldrei sást henni þótti sérlega fyrir þóeitthvað í skærist eða heldur væri gjört á hluta hennar,heldur miðlaði hún ætíð málum svo allt fór vel meðalbarnanna.

Konungur og drottning sem í fyrstu þótti enginn sómi að sjákarlsdóttir í hópi sona sinna voru þó öldungis afskiptalausaf því þegar þau sáu hvílíkum kostum hún var búin.

Þegar hún tíðum hafði gengið á fund bræðranna og verið aðleikum með þeim þá fór svo að Hlinik syni konungs tók aðlítast vel á meyju þessa, og þar eð hann var sérlegum kostumbúinn þá var það eigi síður að henni féll hann vel í geð. Þautóku síðan mjög að unna hvert öðru og að lokunum hétu hvertöðru tryggðum; er ei getið hvert þau höfðu foreldra sína íráðunum eða létu þau af þessu vita. Uxu þau nú upp þar tilþau voru orðin fulltíða.

Þá bar við sá atburður er öllum þótti furðu gegna og ollikonungi og drottningu frábærrar hryggðar, og það var hvarfHliniks sonar þeirra. Enginn vissi hvað af honum var orðið ogþó leitað væri þá fannst hann hvergi.

Þóra var nú öldungis óhuggandi og vissi ekki hvað hún skyldinú til bragðs taka. Hún átti fóstru eina sem var mjög fróð ífornum fræðum og fjölkunnug. Til hennar flúði nú Þóra ogbiður hana einhverrar ásjár, einkum að lofa sér að vita hvarHlinik sé niður kominn og ef mögulegt sé að hún geti komist áfund hans.

Kerling stundi nú þungan og kvað ekki vera hægt að veita hiðfyrra og því síður að framkvæma hið seinna því kóngssonurmundi vera þangað kominn hvar ekki væri hægt að komast, mæltisamt að ef hún vildi finna sig næsta dag mundi hún reyna tilað gjöra hana einhvers vísari og á einhvern hátt veita henniliðsinni.

Þessu varð Þóra alls hugar fegin og lét ekki lengi bíða næstadag að hitta fóstru sína. Sagði hún þá að Hlinik hefði aftröllum verið héðan numinn og fluttur til undirheima; væriþar skessa sem vildi þröngva honum til að eiga sig.

Þegar Þóra heyrði þetta varð hún rétt sem frá sér numin,fellur um háls fóstru sinni og biður hana að hafa einhverúrræði að koma sér þangað sem hann væri niður kominn; kvaðsthún vilja reyna hvert ei væri mögulegt að frelsa hann fráþvílíkum óvættum.

Við þessa kveinstafi Þóru viknaði kerlingin mjög og sagði aðþar hún gæti gjört þetta fyrir hana yrði nú svo að vera, þósér þætti sár skilnaðurinn, einkum þar þær ekki mundu sjástsíðar. Hún sagðist eiga morauða tík sem hún mætti kalla á tilað fylgja sér og skyldi hún fara á eftir tíkinni hvert semhún færi og ef myrkur kæmi fyrir á leiðinni skyldi hún haldaí rófuna á henni, mundi hún þá ekki fara afvega.

Þegar þessari samræðu var lokið kvaddi Þóra innilega fóstrusína og hélt síðan leiðar sinnar þar sem fylgjari hennarvísaði henni leið. En þegar myrkva tók gjörði Þóra eins ogfóstra hennar hafði boðið, tók í rófuna á tíkinni og hélt svoáfram. Lengi gengu þær nú þannig áfram, að ekki sást neittfyrir níðamyrkri, en á endanum komust þær þó þangað er lýsatók og loks varð eins bjart og ofanjarðar.

Þá koma þær að hellri einum furðu stórum. Þar fóru þær inn oggengu inn eftir honum uns þær komu að hurðu innar í honum.Hún laukst upp fyrir þeim; þóttist Þóra vita að það mundi húneiga fóstru sinni að þakka. Þar var ekki óþokkalegt hús;ekkert var þar inni nema ýmsir gripir. -- Síðan héldu þærlengra og sáu hurð aðra, komust þar inn; var þar ljómandifallegt herbergi, allt prýtt innan og þar að auk vóru þarmargir dýrgripir er veittu mikla prýði.

Þarna sá hún Hlinik sinn sofandi í ljómandi rúmi og var svokostuleg ábreiða yfir því að hún þóttist ekki aðra þvílíkaséð hafa. Fyrir ofan rúmið hékk mjög fagurt sverð, og leistþað mundi vera góður gripur. Einnig sá hún þar steina þrjá,rauðan, hvítan og svartan, sem hún hugði vera náttúrusteina,og einn fugl sat hjá rúminu.

Þegar hún var búin að virða þetta fyrir sér fer hún að reynatil að vekja Hlinik, en þess er enginn kostur þó hún á allarlundir reyni til þess. Hún hugsar því að hér séu einhverbrögð í tafli og fer að skyggnast um hvar hún geti komið sérfyrir. Finnur hún þar afkima einn og leggur sig þar.

Þegar hún hafði nokkra stund legið heyrir hún dunur miklar oginnan skamms mikla háreysti. Var þá sagt frammi í hellrinum: „Systir mín, nú ætla ég að biðja þig að fara að matreiða, enég ætla til Hliniks konungssonar og vita hvert hann vill ekki eiga mig.“

Síðan kemur þessi ófreskja inn og gengur að rúminu þar hannsvaf, og mælti: „Syngi, syngi svanir mínir, vakni Hlinikkóngsson.“

Þá hún hafði þetta mælt tók fuglinn að syngja og þá vaknaðihann; fer hún nú við hann mörgum fögrnm orðum og að lyktumspyr hann hvert hann vilji sig ekki, en hann neitar því. Erhún þar samt hjá honum þangað til hin skessan kemur með matog þó hann væri ekki sem mest kryddaður var hann þó svo aðhann gat neytt hans.

Þegar máltíðinni var lokið hafði hún sömu aðferð og áður ogmælti: „Syngi, syngi svanir mínir, sofni Hlinik kóngsson.“

Þar næst fóru systurnar út og voru þar einhvörstaðar umnóttina, en er morgna tók kom hún aftur, vakti Hlinik, gafhonum snæðing og spurði hann að enu sama og fyrri og fekksömu svör. Svæfði hún hann þá aftur og fór síðan út.

Þóttist nú Þóra vita að þær mundu á daginn fara á veiðar,beið því dálítið við svo þær kæmust nokkuð burt, en þegar húnhugði þær mundi ekki í nánd þá fer hún að rúminu og mælirsömu orðum og skessan; vaknar þá Hlinik; verður þar mestifagnaðarfundur.

Fara þau nú að ræða um efni sín og segir hann nú Þóru aðeldri systirin sé sú er vilji eiga sig og sé hér semhúsmóðir. Hafi hún hamfari sótt sig og komið sér hingað. Segir hann sér þyki hér ill ævi sín, en hann hafi þó ekki ráðtil að komast úr þeim vanda.

Fór Þóra þá að hugga hann og leggur á þau ráð að hann skuli íkvöld gefa kost á því að eiga hana, „samt með því skilyrði aðhún segi þér hverjir kostir séu við ábreiðuna, sverðið ogsteinana, en vilji hún ekki þeim kostum taka þá sé öllummálum lokið.“

Þetta líst honum einnig og þegar þau hafa lengi fram eftirdegi talað saman og hughreyst hvert annað þá svæfir hún hannaftur.

Um kvöldið þegar systurnar komu heim kom sú sama og fyrri inntil Hliniks, vekur hann og spyr sem fyrr, en þegar hann hefurnokkra stund hugsað sig um þá gefur hann kost á því að eigahana ef hún segi sér kosti gripanna.

Henni verður eins og bilt við og kveðst mundi segja honum umsuma þeirra, en hann krefst að annaðhvert segi hún um allaeða engan. Þar eð henni var nauðugur einn kostur þá segir húnað á ábreiðunni megi lesa sig upp á jarðríki og hvert semvilji, en við sverðið sé það að það eitt bíti á sig ogJárnhaus bróður sinn, en annað geti þeim ekki grandað,steinarnir hafi þá náttúru að þegar pikkað sé í þann rauðakomi eldur, en þegar pikkað sé í þann hvíta þá snjór og regnþegar sama sé gert við þann svarta. Af öllu þessu deyi þeirer það kemur á, en einkum þó af eldinum nema hún og bróðirhennar og þeir er séu undir ábreiðunni.

Þegar hún hefur þetta mælt segir hann að nú skuli hún ámorgun ásamt systir sinni fara að bjóða til veislunnar svoenginn verði frestur á. Þetta fellur henni vel í geð ogkveðst svo muni gjöra sem hann hefði fyrir mælt. Hleypur húnsíðan fram með flissi og óskapalátum að segja systir sinnihvar komið er. Ætlar nú hellirinn niður að hrynja þegar þærverða samtaka með sín feginlæti því þó þá yngri langaði líkatil að hreppa hnossið þá varð hún samt að látast samfagnahenni. Honum var síðan gefið að borða og tóku svo allir á signáðir. Að morgni leggja systurnar á stað til að bjóða.

Lætur Þóra þá ekki lengi bíða að vekja hann. Taka þau nú allttil og þau geta yfir komist af dýrgripum og svo það er áðurer getið. Þau leggja síðan á stað. Sjá þau þá hópana er aðþeystu af boðsfólkinu, voru það einungis risar og jötnar. TókHlinik þá að pikka í steinana. Sá hann þá að hún hafði sattsagt, því hver hópurinn hrundi á fætur öðrum, en æ því meirherti hann sig að pikka þangað til hann sá ekkert framar. Þáhéldu þau áfram ferð sinni.

Er ekki getið hvað lengi hún varaði, en þau komu til hallarföður hans. Varð þar mikill fagnaðarfundur og var svo ráðfyrir gjört að þau Hlinik og Þóra skyldu innan skammsgiftast.

Var ákveðinn dagur hvenær brúðkaupið skyldi fram fara, endaginn áður það skyldi verða voru hjónaefnin á gangi hjáborginni; var hún ekki langt frá sjó. Sáu þau þá hvar skipkom siglandi. Var það allt logagyllt og var rétt sem á sólusæi nema það veitti ekki ofbirtu. Þá varð Hlinik eins ogtrylltur og vildi fyrir hvern mun fara niður til strandar ogskoða skipið og vita hverjir á væru. En Þóra leitaðist viðmeð öllu móti að aftra honum frá því og sagði að þetta værumissýningar, en ekki neitt í raun réttri. Hann bað hana aðfara ekki með þvílíkan hégóma og hélt til skips; fór hanneinn því Þóra vildi ekki fara.

Þegar hann kom til stranda þótti honum ekki eins mikið komatil skipsins sem til stúlku þeirrar er á því var. án þess aðspyrja hvaðan hún kæmi eða hverra manna hún væri býður hannhenni heim til hallar; því hann hafði fengið ást til hennar.Þetta þekktist hún og gekk til hallar með kóngssyni.

Hann gleymdi nú öldungis Þóru sinni og hugði innan fárra dagaað ganga að eiga þessa ena fríðu mey. Þessu undi Þóra illa,einkum þar hún vissi að hér voru brögð í, því eftir að mærinvar komin til hirðarinnar þá fóru að hverfa menn af henni ogvissi enginn hvað af þeim varð.

Hún tók nú það til bragðs að hún fékk sér karlsbúning og ferá fund Ásmundar kóngssonar, fær áheyrslu hjá honum. Spyr húnhann þá hvenær brúðkaupið muni eiga að verða því hún þóttistvera vissust um sannindin ef kóngssynirnir segðu henni eitthvað um það, og kvað hann það eiga að verða á morgun.

Frá Ásmundi fór hún til Sigurðar og frétti hins sama og fékksömu svör. Síðan biður hún hann að koma sér á framfæri viðHlinik kóngsson og heitir hann því.

Fara þau síðan Sigurður og Þóra í karlsbúningnum á fund Hliniks. Spyr hann hvað karl þessi vilji sér og kveðst ekkihafa langan tíma til að gegna slíkum gestum. Karlinn segir aðlítið muni virðast erindi sitt þar það sé að spyrja hvenærhann ætli að giftast festarmeyju sinni, en segir sér þyki þómikið við liggja að hann fái að vita þetta.

Hlinik liggur við að fyrtast, en segir karli þó það sanna.

Þá spyr karlinn hann hvert hann hafi nokkurn tíma skoðað íeinrúmi þessa heitmey sína eða séð hana þegar hún hafi ímyndað sér að engir sæi hana. Hlinik segir að varla munihann sjá hana betur hér eftir en hingað til þó ekki hafi hannséð hana þegar svona hafi á staðið.

Karlinn biður að hann megi koma með honum þangað hvaðan þeirgeti nokkra stund horft á hana einsamla, og það leyfirHlinik.

Fara þeir síðan að herbergi því sem hún byggði og finna rifueða einhverja holu er þeir geta séð inn um, og þá líta þeirþar herfilega ljóta ófreskju og kallar hún þá: „Járnhausbróðir minn, gef mér nokkuð að éta.“

Og þegar hún hefur það mælt kemur þríhöfðaður þussi upp úrgólfinu með einn af hirðmönnum konungs. Tekur hún við honumog rífur í sig.

Ganga þeir nú í burt Hlinik og karlinn. Spyr karlinn hvörnighonum lítist á og hvert honum þyki hún ekki drottningarlegeða hvert hann vildi nú ekki miklu heldur hafa haldið viðhana Þóru sína, sem nú sé óvíst hvar sé niður komin þar húnmuni hafa tekið sig frá mönnum vegna mæðu þeirrar er hennihafi borið að höndum þar hann hafi svo svívirðilega með hanafarið.

Hlinik getur nú ekki reiðst karli þó hann sé svona stórorður,hann finnur að karl hefur satt að mæla og verður mjöghryggur. Karlinn spyr þá hvert hann eigi ekki að bera sig aðfinna Þóru. Segist Hlinik verða því alls hugar feginn.

Er nú karl ekki seinn á sér og skundar þangað sem fötinhennar Þóru voru, fer í þau og verður nú Þóra. Fer hún nústrax til Hliniks og fagnar hann henni mjög, segir hennihvernig komið er, að hann hafi verið töfraður og villtarsjónir fyrir sér, spyr því hvað sé til ráða.

Hún ræður honum að hann skuli látast ætla að halda brúðkaupsitt til hennar á þeim tíma er ákveðið hefði verið, en segirað hún hafi nú hjá sér sverðið góða sem hún aldrei hafi viðsig skilið þar hún hafi óttast fyrir að einhvern tíma mundiþurfa á því að halda og býður honum nú að taka við því tilþess að vega með skessuna því annar segir hún ekki megi tilþess verða, þar enginn annar muni bera þrek til að ráðast aðhenni, en sér þyki líklegt hann geti það sökum fríðleikans efhann lofi sér að koma inn og setjast til annarar handarhonum.

Hlinik tekur nú við sverðinu og segir að allt skuli svo verasem hún ráði til.

Daginn eftir er stofnuð veislan í höllinni ogdrottningarefnið inn leitt; sest hún nú hjá Hlinik, en skömmusíðar kemur Þóra í skrúða sínum og innar fyrir til Hliniks ogsest hjá honum.

Þá bregður hinni illa og þá rekur Hlinik hana í gegn. Rekurhún þá upp org mikið og féll svo fram úr sætinu, en í þvíkemur Járnhaus upp úr gólfinu og veltir um borðum öllum, en Hlinik lætur hann þá í stað bana bíða.

Var svo ræst til í höllinni og að nýju stofnuð veisla. Settist Hlinik og Þóra þá reglulega á brúðarbekk, unntustlengi, gátu mörg og væn börn, öfluðu auð fjár og böðuðu írósum.

По всем вопросам пишите в раздел форума Valhalla: Эпоха викингов