Karlsdæturnar

Einu sinni fyrr á tímum var kóngur og drottning í ríki sínu og karl og kerling í koti sínu. Drottning kóngs tók sótt ogandaðist, en kóngur stýrði svona ríkinu ókvæntur með ráðgjafaeinum og syni sínum. Hann átti líka dætur tvær.

Karl og kerling áttu líka þrjár dætur, en engvan son. Þærólust svona upp heima hjá karli og kerlingu um hríð, en þegarþær tóku að þroskast gjörðust þær svo latar að þær vilduekkert vinna. Karli og kerlingu líkaði það stórilla, en máttutil að hafa það svo búið.

Þær döfnuðu svona í þessari sinni leti og óþægð uns þær tókuráð sín saman um að fyrirkoma karli og kerlingu svo þær mættulifa og láta sem þær vildu og gætu etið einar matinn íkotinu. Þær framkvæma um síðir þennan illa ásetning sinn ogkoma svo miklum og megnum eiturjurtum í mat karls ogkerlingar eitt kveld að þau sofna og vakna aldregi framar tilþessa lífs.

Nú gátu þær setið einar í náðum að því sem í kotinu var ogspörðu þær eigi að eta og gjöra sér til góða. Þetta létu þærganga þar til þær höfðu upp etið þau matvæli sem voru íkotinu. Þá gjörðist þeim ráðfátt til lífsbjargar. Þær höfðuheyrt að kóngur átti mörg naut og þar á meðal uxa einn er baraf öllum nautunum. Nú leggja þær á stað allar leynilega, getanáð uxanum, fara með hann heim í kot og slátra honum.

Nú víkur sögunni þar til að hirðmenn konungs sakna uxans góðaog segja konungi. Konungur biður æðsta ráðgjafa sinn að faraí kotið og grennslast eftir um uxann, því honum var grunsamtum að dætur karls hefðu tekið hann.

Ráðgjafinn fer, kemur í kotið og sér karlsdætur allar standahlæjandi úti. Þær skipa þeirri yngstu inn að vita hvurtfullsoðið sé í pottinum; hún kemur út aftur og segir það sébúið.

Nú bjóða þær ráðgjafa inn með sér í eldhús og láta hannsetjast á hlóðarstein og varð hann að gjöra sér það að góðu.Hann sér að tóm ýsubein eru í pottinum. Þær setjast niður ogtaka til snæðings og bjóða honum upp á með sér, en hannafþakkar það; samt bíður hann þar til þær hafa matast; þákveður hann þær og gengur út.

En er hann kemur til dyra sér hann að brostinn er á dimmursnjóhríðarbylur svo ekki er ratandi. Þá komu þær til dyra ogsögðu að annaðhvort skyldu þær hneppa hann út af dyrum eðurhann mætti velja þann kost að sofa hjá þeirri elstu umnóttina. Honum þótti hvurugur góður, en hann sá sinn banabúinn ef út færi; því tók hann þann kost heldur að sofa hjákarlsdóttur, einkum þar það vissi enginn utan þær einar oghann.

Nú líður að kveldi; þá er til hvílu gengið og leggstráðgjafinn niður hjá karlsdóttur. Það fer eigi mörgum sögumum hvað þau áttu saman, en eigi vaknar hann fyrr en komið varundir dag; þá verður hann þess var að þær eru burtu og einssú er hjá honum svaf.

Hann staulast fram og gengur lengi uns hann sér glytta íeitthvað líkt sem byttu eða bát; því næst sér hann vatnsfaller honum virðist svo. Hann tekur byttuna og fer að stautahenni út á vatnið í þeirri von að komast yfir um.

Þá eru stúlkur hans komnar allt í einu með ljós hlæjandi. Þærspyrja því hann sé að gaufast með öskutrogið sitt ábæjarlækinn. Honum bregður í brún nær hann fær það að vita,en þær yfirausa hann megnum háðglósum. Þær segjast nú skulidrepa hann ef hann ekki lofi því að eiga þá sem hann hafisofið hjá í nótt; hann þorir ei annað en lofa því. Síðan látaþær hann heim fara, og segir konungi að hann hafi legið úti íhríðinni, en ekki komið í kot karlsdætra.

Kóngi þykir hann mikla hrakreisu fengið hafa, en segir: „Svobúið má þó ei standa og skalt þú fara, son minn, til kotsinsað njósnast um uxann, því ég uni illa hvarfi hans.“

Kóngsson fer, kemur heim að koti og hittir stúlkur hlæjandi áhlaði; þær skipa þeirri yngstu að ganga inn og vita hvað líðisoðningunni; hún kemur og segir búin sé.

Síðan láta þær hann koma inn með sér og bjóða honum sess áhlóðarsteini sem fyrr; hann sest þar og sér að tóm hvítýsubein eru í pottinum. Þær bjóða honum til matar, en hannfærist undan. Síðan snæða þær, en að því búnu gengur hann útog ætlar heim, en þá er komin á ófær haglhríð.

Þær koma út og segja að annaðhvort skuli þær berja hann út afdyrum og muni hann þá líf sitt láta eður hann megi sofa ínótt hjá þeirri sem miðaldra var. Hann sér [sér] bana búinnog velur að sofa hjá stúlkunni. Allt fer nú á sömu leið semfyrr; þær hverfa, hann vaknar og staulast á fætur og genguruns fyrir honum verður byttan og straumurinn og ætlar hann aðfleytast yfir á byttunni; í því koma þær hlæjandi með ljós ogsegja það sé [ekki] fyrir einn kóngsson að vera að dingla meðöskutrogi sínu á bæjarlæknum. Hann kynjar þetta og meinarvera fjölkynngi þeirra; þó sér hann nú að allt er sem þærsögðu.

„Nú skaltu drepinn verða,“ segja þær, „ef þú ekki til haldsog trausts lofar að eiga þá stúlku sem þú svafst hjá í nótt.“

Hann þorir ekki annað en lofa því og að því búnu gengur hannheim til hallar föður síns og segist hafa legið úti, en ekkikomið í kotið. Kóngur segir að illa gangi ferðir þessar, ensamt megi ekki svo búið standa og verði þeir að fara aftur,en þeir mótmældu á allar lundir svo eigi varð af ferð þeirra.

Þar kemur loks að kóngur hlýtur sjálfur að fara og kemur tilkotsins. Sér hann stúlkur hlæjandi við bæjardyr. Þær skipahinni yngstu inn að vita hvort soðið sé; hún segir svo vera.

Þá ganga þær inn og bjóða kóngi með sér og til sætis áhlóðarsteini. Hann lætur svo vera og sest. Hjá þeim sér hannallt ein ýsubein í potti þeirra þar sem hann þó bjóst viðkjöti af uxa sínum. Þær bjóða honum til matar með sér hvaðhann ekki þáði, en sat þar til þær höfðu snætt.

Þá kastar hann á þær kveðju og gengur til dyra, en honumbregður í brún því ógurleg hríð var á komin með eldingum ogþrumum svo hann hlaut nauðugur að láta rekast inn fyrirdyrnar. Þær koma þá fram og segja honum hér sé um tvo kosti að velja, annaðhvurt megi hann fara út í hríðina og tapalífinu eða sofa hjá þeirri yngstu í nótt. Honum þótti betraað fá að lifa og kaus að sofa hjá karlsdóttur því fáir hefðuaf því að segja.

Nú kemur kvöldið og þær ganga til rekkju og konungur hallarsér niður hjá stúlku sinni. Ei er neins getið fyrr en hannvaknar í myrkri og verður þess vís að þær eru burt og einnigrekkjunauta hans. Hann klæðist og skundar fram uns honumvirðist sem hann sjái glóra í stórt stöðuvatn með gljúfrumumhverfis, ekki þó hærri en honum í geirvörtur. Þar sér hannstaf, hann tekur hann og stjáklar út á vatnið, vonandi að fáþannig yfir um komist, en það verður hörkudjúpt og skvamparhann og svamlar mjög ákaflega.

Í þessu bili koma stúlkur með ljós og undramiklum hlátri ogsegja: „Nú þykir oss konungurinn lækka sig ofurmjög og skammtá hann til endema er hann er orðinn búrlúka hjá oss. Hannhefur nú tekið flautaþyril vorn og er kominn með hann ofan ísýrukeraldið og þar stendur hann upp til axla. Hvur mundislíkt hugsað hafa?“

Þær helltu yfir hann spottglósum, en hann fylltist undrun ogblygðun því hann sá nú að svo var sem þær sögðu. Þá segja þærvið hann: „Ef þér viljið nú ekki góðlátlega lofa því að takaþá yngstu systur vora er þér sváfuð hjá í nótt yður fyrirkonu þá skulum við vinna til fulls á yður og drekkja yður hérí sýrusánum.“

Konungurinn þorði ei annað en lofa þessu. Eftir það fékk hannlausn hjá þeim og fór heim til hallar. Sögðu þeir þá hvuröðrum hvurnig farið hafði fyrir hvurjum um sig, og varð þaðálit þeirra að ýsubeinin hefðu verið kjöt uxans, en fyrirmissýningar og fjölkynngi hefðu þær getað villt það fyrirþeim.

Þeir ráða það nú af að þeir fara í kotið og sækja þær ogflytja heim til hallar. Síðan er búið til brúðkaupa og gengurhvur um sig að eiga þá er hann hafði hjá hvílt.

Unntust þessi öll vel. Kóngssonur tekur ríkið eftir föðursinn og andast loks í góðri elli. Lyktum vér svo þessa sögu.

По всем вопросам пишите в раздел форума Valhalla: Эпоха викингов