Nefið mitt forna

Einu sinni var tekin gröf að líki á kirkjustað. Þar bar að mann einn keskinn og glensmikinn. En í því kom upp hauskúpa stór úr gröfinni. Maðurinn skoðaði hana um stund og hafði það einkum í skopi hvað nefið hefði verið stórt á manni þessum í lifanda lífi því nefbeinið var geysimikið og íbjúgt. Af því grafarmennirnir tóku ekkert undir það með honum lagði hann bráðum af sér hauskúpuna og gekk burtu. Nóttina eftir dreymdi hann að honum þótti koma til sín kona heldur stórskorin með bjúgt nef og mikið og kveða þetta:

„Lastaðu ekki nefið mitt hið forna,
ekki skapti sjálfa sig
ein heiðarlig
seimþorn norna.“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.

Текст с сайта is.wikisource.org

По всем вопросам пишите в раздел форума Valhalla: Эпоха викингов