Hestlán

Tveir ferðamenn báðu Eirík einu sinni að ljá sér hesta að ríða yfir ósinn. Hann bað þá taka tvo hesta gráa er stæði á húsabaki og væri knýtt upp í þá snæri, þeim mætti þeir ríða út yfir sand og sleppa þeim þar. Þeir gjörðu svo, en er þeir leystu út úr þeim voru það ekki annað en tveir hrosshausar.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.

Текст с сайта is.wikisource.org

По всем вопросам пишите в раздел форума Valhalla: Эпоха викингов