Fjósamaðurinn í Odda

Svo bar til í Odda að fjósamaður gjörði óguðlega kontrakt við djöfulinn að sig á tilteknum tíma hengja mætti; hvað á móti kom vita menn eigi. Sæmund grunaði um þetta, leitaði fastlega eftir hjá fjósamanni og fékk um síðir að vita hversu ástatt var, fékk so fjósamanni leggband sitt og bauð honum að fá það sínum kaupunaut til að brúka fyrir snöru. Fjósamaður kom so í ákveðinn stað og tíma og fékk skolla leggbandið; hann leit á og þóttist þekkja að Sæmundar væri, kvað sér ofbjóða, kastaði so bandinu og slapp af kaupinu.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.

Текст с сайта is.wikisource.org

По всем вопросам пишите в раздел форума Valhalla: Эпоха викингов