Kölski smíðar brú á Rangá

Tilsagði Sæmundur sínum þénustuanda að gjöra brú yfir Rangá undir Bergvað, því oftsinnis var örðugt yfir ána að komast, einkum þeim er til Odda skyldu tíðir sækja. Andinn skildi sér til launa þá þrjá sem á fyrsta sunnudegi gengi yfir brúna fyrstir, þeir skyldu hans eign vera, hverju Sæmundur játaði. Að brúnni fullgjörðri lét Sæmundur til uppfyllingar síns loforðs bera þrjá hvelpa að brúnni og kasta þeim út á hana, hvar með brúarsmiðurinn nægjast mátti og fekk eigi annað til launa.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.

Текст с сайта is.wikisource.org

По всем вопросам пишите в раздел форума Valhalla: Эпоха викингов