Kvonfang Sæmundar

Sæmundur fróði átti fátæka konu. Hún gjörði sig oft stóra. Sæmundur geymdi larfa þá er hún hafði í verið áður í hans vald kom og sýndi henni þá altíð þá honum þótti hún hafa of mikið við. So sefaðist hún.

Stúlka ein fátæk fór um Rangárvelli á vonarvöl. Eitt sinn er fólk óskaði sér eins og annars í gamni óskaði hún sér að eiga sjö syni við Sæmundi hinum fróða:

Ósk vildi ég eiga mér so góða
að ég ætti synina sjö
við Sæmundi hinum fróða.

Þetta barst Sæmundi til eyrna; tók hann so þessa konu til sín. Hún varð síðan so dramblát að hún þvoði sér jafnlega í mjólk, að hverju þá hann einu sinni komst spurði hann hana hvað hún drukkið hefði áður hún til hans komið hefði. Hún svaraði sem satt var, vatn, og það þeygi hreint. Kannaðist hún þá við sig og lét af þessu stærilæti.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.

Текст с сайта is.wikisource.org

По всем вопросам пишите в раздел форума Valhalla: Эпоха викингов