Nautabandið

Einu sinni slitnaði nautaband hjá kölska um veturinn, Sæmundur skipaði honum að sauma það saman aftur.

Kölski tók þá mjaðmarbein úr hesti og dró griðungssin í augað á beininu og saumaði svo, hafði beinið fyrir nál, en griðungssinina fyrir nálþráð. Sæmundur sá þetta og hló að.

Þá segir kölski: „Svona sauma ég nú, Sæmundur, stórt og sterkt.“

Sæmundur tók bandið og sleit það um sauminn og sagði hann þyrfti ekki að hrósa hvað sterkt það væri.

(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)

Текст с сайта Netútgáfan