Sólarljóð.

(Með óþektri hönd frá enda 17. aldar.)

Sæmundur andaðist 1133, en með hverjum atburðum höfum vær eigi heyrt, þó segja menn, að hann þrídagaður hafi úr líkrekkjunni risið og þá kveðið þá drápu, er hans ljóða-Eddu er vön að fylgja og kallast Sólarljóð. Hann er grafinn í Sancti Nicholai kirkju að Odda á Rangárvöllum norðvestur frá kirkjudyrum utarlega. Steinn er yfir leiðinu af óhöggnu grjóti, nú mjög jarðsiginn, á honum hefir lengi sú trú verið (þó nú firnist) að veikir menn hafa á honum vakað á náttarþeli og svo burtu gengið horfnir krankleika síns, einkum þeir sem heimakomu hafa haft. Sæmundur átti 7 börn hverra allra nafnkendastur er Loptur, hann var prestur að vígslum og bjó í Næfraholti, hver bær þá var í miðri sveit og stendur við rætur fjallsins Heklu. Í þá daga er sagt að verið hafi 300 hurðir á járnum í Næfraholti.1


1 Árni Magnússon segir um legstein Sæmundar, að hann sé ekki annað en stór hnöllungssteinn. Árni nefnir og Glæsi lestrarherbergi Sæmundar í Odda.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri, safnað hefir Jón Árnason. Leipzig, að forlagi J. C. Hinrichs’s bókaverzlunar, 1862.

OCR: Tim Stridmann

По всем вопросам пишите в раздел форума Valhalla: Эпоха викингов