„Farðu í rass og rófu“

Sama hugsunin kemur enn oft fram í mæltu máli þegar menn skilja í styttingi og gefa þeim sem burtu fer vegabréf með þessum ummælum: „Farðu til fjandans og þaðan í verri stað;“ og enn eru slíkar bænir hafðar með ýmsu öðru móti, t. d.: „Farðu norður og niður,“ eða:

„Far vel, Frans,
og kom aldrei til Ísalands.“

Eða enn þannig:

„Farðu í rass og rófu,
ríddu grárri tófu,
hafðu köttinn fyrir keyri,
komdu aldrei að Eyri.“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.

Текст с сайта is.wikisource.org