Þiðreks saga af Bern

Orðaskíringar

Alpandýr : fíll 175, 251, sbr. aspandill.

allapr : mjög grimmur 108.

alskotinn : fullvaxinn (um akm) 256.

apr : herður, grimmur.

aspandill : fíll 585, sbr. alpandýr.

 

beysta : ská, lemja 83.

beysti : flesk, svínslæri 330.

birti : birta, hvíti.

bragða : blika, glitra 147.

breðr : brennur 526.

bula : bola, höggva sundur 88.

burdía : fara í stökkum, fara á hoppdansi (um hesta) 103, 215.

bæja' : fjötur 208.

 

dáligr : illur, vondur, vesæll 123.

díki : skurður 27.

dul : oftraust á sjálfum sér, sjálfsblekking 40.

dýja : hrista, rugga 88.

döggskór : hnúður í enda sverðslíðra.

 

fastvingr : vinfastur 33.

fégyrðill : fjársjóður 51.

fetla : gera fetil, snúa band; vinda, flétta 26.

firstr : fjarlægastur 14.

fól : heimskingi 510.

 

gambr : risafugl, gammur 112.

gammi : kofi, dvergasteinn 31.

gandr : stafur; galdur, tröllskapur 477.

gangari : reiðhestur 25; venjulegur gangur í hesti (gagnst. turnreið) 38.

gerð : gjörð 565.

glaðel, glafel : lagvopn, spjót (lat. gladiolus : lítið sverð).

greybaka : hundtík, hundspott 133.

gullmál : gullrendur, gullskraut (á sverði).

 

halzi : sem heldur einhverju, eigandi 243.

helsi : hálsband 26.

hermt, verða hermt : verða reiður.

hermiliga : reiðiliga 540.

hjálmhöttr : höttur yfir hjálmi (til hlífðar).

hráf : ræfur 521.

hræsni : sjálfhælni, sjálfstraust.

höfugeygr : þungeygður 10.

 

illlífr : sem lifir illa, gerir illt af sér 87.

ísarn : járn, brynhosur 99.

ístig : istað.

járnrekendr : járnhlekkir 58.

 

kapítuli : fundarsalur í klaustri.

kárhöfðaðr : hrokkinhærður.

kaupi : kaupmaður; jafnoki 129.

kumblaðr hjálmr : hjálmur, sem kumblið (hermerkið) hefir verið svipt af 139.

kunna (e-n e-s) : misvirða, gremjast við 567.

kurt : kurteisi, háttprýði.

kviðja : neita, banna.

kynsl : kynjaviðburðir.

kyrie eleison (grisk bæn) : drottinn, miskunna þú oss.

 

lásbogi : sérstök tegund af bogum, sem fluttust til Norðurlanda á 12. öld (sbr. íþróttir fornmanna, 91).

leó : ljón.

límstokkinn : gisinn, gliðnaður í sundur 24.

lokarspánn : hefilspónn 33.

lögrinnt : hrundið að lögum 93.

 

manga : vél til að slöngva vopnum, e. k. slanga 425.

meðalkafli : handfang (á sverði).

mundriði : handtang (á skildi) 28.

munligr : hugstæður, kær 115.

 

nóti : jafningi 52.

nökkvinn : nakinn 88.

nöktr : nakinn 122.

nökviðr : nakinn.

 

óarmvitigr : miskunnarlaus 255.

óman : sverðshnappur 130.

 

pell : dýrt klæði (lat. pallium).

prior : yfirmaður i klaustri.

processio (processionem, þolf.) : skrúðganga 587.

 

sakmaðr : sekur maður; ræningi, stigamaður 103.

sárdrafa : sár 298, 449.

sargentar : fótgönguliðsmenn 447.

similieshleifr, similebrauð : hveitibrauð.

skái : bati, vinsemd 375.

skákmaðr : ræningi, stigamaður 561.

skolbrúnn : skábrýndur? 31.

skor : hópur, flokkur.

skrifa : mála.

skutilsveinn : borðsveinn, þjónn.

skyggja (sverð) : fægja 25.

snúðr : ábati, hagnaður.

steinn : málning, litur.

stjórnvið (kvk.) : stýrisband 495.

stokkr : tré, trjábolur.

storð : ungviði, ungplöntur; drepa svá sem storð : fella sem hráviðí 424; jörð, land.

 

tilkvæmdarmaðr : mikils háttar maður, virðingarmaður 579.

tog : taumur 26.

turniment, turnreið : burtreið.

týja : tjóa, gagna.

 

vallari : flakkari, húsgangur (miðháþ. wallære : pílagrímur) 469.

valslanga : grjótvarpa, vél, sem byggðist á vogarafli, til þess að slöngva gtjóti í hernaði.

vápnrokkr : yfirklæði brynju.

vílsinni : hætta, erfiði 249.

virðisainr : virðingagjarn, hrokafullur 117.

virktamaðr : náinn vinur 12.

vörr (kk.) : áratog 494.

vörzlumaðr : ábyrgðarmaður 93.

 

þél : þjöl.

þingat : þangað.

 

æri, miðstig af lo. ungr : yngri 540.

 

öleysill : ölausa 108.

örskipti : stórviðburður 6.