Séra Þorlákur Þórarinsson

Nóttina eftir að séra Þorlákur Þórarinsson drukknaði í Hörgá dreymdi stúlku nokkra er var honum kunnug að hann kæmi til hennar og kvæði:

„Dauðinn fór djarft að mér,
dauðanum enginn ver;
dauðinn er súr og sætur,
samt er hann víst ágætur
þeim sem í drottni deyja
og dóminum eftir þreyja.“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.

Текст с сайта is.wikisource.org