„Þegar á degi dóma…“

Á einum kirkjustað varð sá atburður að miklir reimleikar urðu í sjálfri kirkjunni. Gekk enginn svo í kirkju þessa eftir dagsetur að ekki kæmi ær aftur. Einu sinni kom maður á þennan bæ og baðst gistingar og kom þar ræðu hans og heimamanna sem reimleikanir voru og kvaðst gesturinn ekki mundi hræðast slíkt. Bauðst hann þá til að sofa í kirkjunni þá nótt og var svo að honum var þar rúm upp búið. Þegar hann var háttaður og aðrir voru burt gengnir,en nótt var myrk, þótti honum sem maður mikill og ljótur stigi upp úr kirkjugólfinu og kæmi það að sem hann hvíldi og segir þá:

Draugurinn: „þegar á degi dóma“

Gesturinn: „dynja lúðurhljóð“

Draugur: „úr gröfum kaldir koma“,

Gestur: „kvíðir mannleg þjóð“,

Draugur: „hauður og himnar rifna“,

Gestur: „hljóðar djúpast haf“,

Draugur: „örendir upp lifna“,

Gestur: „orði drottins af“;

Draugur: „æ, þá stríðustu stundu,“

Gestur: „ó, þá hryggðar-lund,“

Gestur: „æ, þann fagnaðar-fund“.

Flýtti gesturinn sér að ná seinasta orðinu, því þar reið á, ella hefði hann ær orðið. Hvarf þá draugurinn og varð ekki vart við hann framar.

OCR: Tim Stridmann

По всем вопросам пишите в раздел форума Valhalla: Эпоха викингов