Nikulás á Kvíavöllum

Nikulás hét maður og kona hans Ingvöldur; þau bjuggu á Kvíavöllum í Kirkjubólshverfi. Hann kom innan úr Útskálasókn áleiðis heim til sín. En er hann kom að Hrossalág innanvert við Kirkjubólshverfið sér hann hvar kvensvunta með silfurhnapp á liggur þar samanbrotin. Ætlar hann að taka í hnappinn, en náði henni aldri, gengur þanneg áfram að aldrei nær hann svuntunni þangað til hann er kominn upp á heiðina að hann var kominn að hól þeim er kallaður er Skiphóll. Þar yfirgaf hann svuntuna.

Nikulás hafði verið fáorður maður og hæglátur. Sagði hann Guðrúnu Gísladóttur þetta er hún var hjá honum unglingsstúlka hér um bil 1760. Var það haldinn útburður.

OCR: Tim Stridmann

По всем вопросам пишите в раздел форума Valhalla: Эпоха викингов